Fréttir | 12. apríl 2019 - kl. 11:44
Uppbygging á Húnavöllum

„Dreymir þig um að búa í sveit?“ er fyrirsögn fréttar á vef Húnavatnshrepps þar sem auglýst er fyrirhuguð uppbygging á Húnavöllum. Þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð með raðhúsum, einbýlishúsum, vinnustofum, hesthúsum, atvinnuhúsnæði og fleiru. Deiliskipulagið nær yfir 15 hektara svæði sem verður hluti þéttbýlisins að Húnavöllum í Húnavatnshreppi og eru lóðirnar tilbúnar til úthlutunar.

Í fréttinni segir að uppbygging þessi gefi fólki færi á að samþætta vinnu og heimili á einum stað og sé hagkvæmur kostur fyrir barnafjölskyldur. Svæðið bjóði upp á hitaveitu og ljósleiðara, nálægð við skóla og leikskóla, athafnalóðir í tengslum við þéttbýli og möguleika til ræktunar og húsdýrahalds heima við.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga