Sjósigling við Blönduóshöfn. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sjósigling við Blönduóshöfn. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 12. apríl 2019 - kl. 15:34
Fjölbreytt verkefni á árlegum íþrótta- og útivistardegi skólanna í Húnaþingi

Árlegur íþrótta- og útivistardagur grunnskólanna í Húnavatnssýslum var haldinn á Blönduósi í gær. Þangað mættu um 150 nemendur 7.-10. bekkja Blönduskóla, Höfðaskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra og vörðu deginum saman við alls kyns hreyfingu og útivist.

Dagskráin var fjölbreytt að vanda. Góðir gestir, þau Thelma Dögg Grétarsdóttir og Sigþór Helgason, komu frá Blaksambandi Íslands og buðu upp á fjölbreyttar blakæfingar. Félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu buðu upp á stutta sjósiglingu við Blönduóshöfn, áhugasamir fengu að prófa júdó hjá Júdófélaginu Pardusi, farið var í gönguferðir með leiðsögn út í Hrútey og heimsókn í Textílsetrið þar sem nemendurnir fengu að reyna sig við refilinn og að þæfa ull. Þeir sem vildu, kepptu í fótbolta, skák og borðtennis. Að auki var hægt að fara í Metabolic, prófa klifurvegginn, kasta pílum, fara í þriggja stiga keppni í körfubolta, halda fótbolta á lofti, reyna sig á Assault-bike og auðvitað fara í sund.

Unglingarnir skemmtu sér hið besta allan daginn við þessi fjölbreyttu verkefni og enduðu góðan dag á pizzuveislu og dansiballi í Félagsheimilinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga