Fellsbúð við Undirfellsrétt í Vatnsdal í dag. Ljósm: Einar K. Jónsson.
Fellsbúð við Undirfellsrétt í Vatnsdal í dag. Ljósm: Einar K. Jónsson.
Fréttir | 13. apríl 2019 - kl. 22:53
Vatnsdalsá flæðir yfir bakka sína

Í gær og í dag hefur verið sérlega hlýtt í veðri í Húnavatnssýslum. Hitastigið hefur náð allt að 16 stigum sem þýðir meðal annars að snjór bráðnar hratt og vatn vex í ám og lækjum. Meðfylgjandi mynd, sem Björn Viggó í Ási tók síðdegis í dag við Undirfellsrétt í Vatnsdal, fékk Húnahornið senda frá Einari K. Jónssyni, sveitarstjóra Húnavatnshrepps. Eins og sjá má flæðir Vatnsdalsá yfir bakka sína og umlykur vatnið Fellsbúð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga