Tilkynningar | 16. apríl 2019 - kl. 10:34
Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?

Í tilefni af Prjónagleðinni sem haldinn verður hvítasunnuhelgina 7.-10. júní 2019 verða sölubásar í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar er áhersla lögð á að kynna prjónavörur og þjónustu sem eru í boði fyrir áhugasama prjónara og líka fyrir þá sem hafa gaman að því að skoða eitthvað fallegt. Þetta er fjórða Prjónagleðin og hefur úrvalið á vörum aukist ár frá ári. Endilega hafði samband ef þið hafið áhuga á að vera með sölubás!

Í ár verður hægt að kaupa armband þar sem innifaldir eru fyrirlestrar Prjónagleðinnar og einnig eru margir aðilar á Norðvesturlandi sem veita ýmsan afslátt með framvísun armbandsins. Þeir aðilar sem bjóða afslætti eru kynntir sérstaklega á heimasíðu Textílmiðstövarinnar, textilmidstod.is. Ef þitt fyrirtæki eða stofnun vill veita afslátt í tengslum við Prjónagleðina er hægt að nálgast nánari upplýsingar um fyrirkomulag hjá Jóhönnu.

Jafnframt verður boðið upp á opið hús hjá listafólki og ýmsum söluaðilum á Norðvesturlandi í tengslum við Prjónagleði þann 10. & 11. júní (mánudag og þriðjudag). Með því erum við líka að hvetja fólk til að dvelja lengur á svæðinu og upplifa hvað það hefur upp á bjóða. Endilega hafið samband ef þið viljið vera með og vera með opið þessa daga!

Allar nánari upplýsingar um ofangreind atriðið er að fá hjá: johanna@textilmidstod.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga