Elsa Arnardóttir. Ljósm: Textílmiðstöð Íslands.
Elsa Arnardóttir. Ljósm: Textílmiðstöð Íslands.
Fréttir | 16. apríl 2019 - kl. 11:48
Ull er gull

Í vefritinu Úr vör, sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna, er viðtal við Elsu Arnardóttur, forstöðumann hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi. Fjallað er um starfsemi Textílmiðstöðvarinnar, Prjónagleðina, Kvennaskólann, gestavinnustofurnar, stafræna vefstólinn og margt fleira.

„Það væri til dæmis gott tækifæri að efla aðgengi fólks og kunnáttu í stafrænu tækninni. Íslenskar konur hafa almennt mjög mikla handverkskunnáttu, kunna að prjóna og hekla og ég efast um að það séu margir staðir í heiminum þar sem jafn margir kunna að spinna. En það þarf að þróa handverkið áfram og tengja það við stafrænar aðferðir.“ segir Elsa meðal annars í viðtalinu.

Vefritið Úr vör og viðtalið við Elsu má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga