Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:46 0 0°C
Laxárdalsh. 02:46 0 0°C
Vatnsskarð 02:46 0 0°C
Þverárfjall 02:46 0 0°C
Kjalarnes 02:46 0 0°C
Hafnarfjall 02:46 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 19. apríl 2019 - kl. 09:20
Stökuspjall: Að liggja eins og leggur uppi í vörðu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Ég man þeir segja hart á móti hörðu
en heldur vil eg kenna til og lifa
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði. JH

Jónas Hallgrímsson 1807-1845 fjallar í þessari sonnettu sinni um eigið frelsi, metur það meira en að standa í höggorrustu við orðháka sem óðfúsir eyða heilu eyktunum - jafnvel ævidögum sínum - í þref um keisarans skegg með tilheyrandi hlátrasköllum.

Skáldið Böðvar Guðmundsson segir:„Í sex síðustu vísuorðum sonnettunnar - sexhendunni í lokin - segist hann heldur vilja kenna til og lifa en koma með hart á móti hörðu þótt við það bíði hann andstreymi. Í lokin er að finna frumlega samlíkingu með þeim sem troðnir eru út af vondum  hugsunum, illmælgi og níði - og beinakerlingunni, en þá mynd sækir Jónas til ferðalaga á skólaárunum þar sem vörður, beinakerlingar - vísuðu leiðina, en hlaupandi strákar ortu klám og níð að stinga í legginn í vörðunni handa þeim sem á eftir komu.“

Stundum finnum við til þess að líf Jónasar hafi verið dapurt, en hann leitaði skáldblómanna og fann þau. Ástin dreif hann áfram, fremur ást á landi en konum þó mjög sé Jónas tengdur Þóru hjá Galtará, Kristjönu í Reykjavík - Landakoti og þrestinum góða hvert sem hann annars flaug.

Jónas orti: Þú stóðst á tindi Heklu hám, Ástarstjörnu yfir Hraundranga og hann leit upp á silfurbláan Eyjafjallatind kvæðinu Gunnarshólma. Jónas sótti til fjallanna í andanum, hann var 12 árum eldri en Jón Árnason sem fæddist síðsumars 1819, fór einnig í Bessastaðaskóla og eignaðist þar meistara í Sveinbirni Egilssyni kennara og síðar rektor. Sveinbjörn hafði kennt áður kennt Jónasi og þeim Fjölnismönnum ásamt norðanmanninum Hallgrími Scheving.

Hallgrímur verður umfjöllunarefni á aðalfundi Sögufélagsins á Blönduósi sunnud. 26. maí. Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur, fyrrum ráðherra, þingmaður. og borgarfulltrúi hefur rannsakað æviferil síðustu piltanna sem útskrifuðust úr hinum gamla Hólaskóla og Hallgrímur var einn þeirra, varð kennari við Bessastaðaskóla og var í uppáhaldi hjá Fjölnismönnum. Talið er að þeir Sveinbjörn hafi glætt áhuga nemenda sinna á íslenskri tungu og hinum fornu bragarháttum sem Jónas fór ungur að yrkja undir:

Ungur var eg forðum
fór eg einn saman
föður sviptur
er mér fremst unni. JH

Jónas kvartar yfir að tíminn vilji ekki tengja sig við hann, en það hefur farið á aðra lund eins og þeir þekkja er bókmenntir stunda eða lesa.

Og Jónas á marga strengi í hörpu sinni:

Felldur em eg við foldu
frosinn og má ei losast;
andi guðs á mig andi
ugglaust mun eg þá huggast.

Þannig lýkur Jónas kvæðinu Grátittlingur - JH var náttúrufræðingur og skáld, sem lifir og starfar við geysiörðug skilyrði, embættislaus og stundum án nokkurs framfærslueyris, nær ei fertugs aldri.

Hér birtist sonnettan, ort á síðasta ári Jónasar.

Á nýársdag 1845 

Svo rís um aldir árið hvert um sig
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu
því tíminn vill ei tengja sig við mig.

Eitt á eg samt, og annast vil eg þig
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu
er himin sér og unir lágri jörðu
og þykir ekki þokan voðalig.

Ég man þeir segja: hart á móti hörðu
en heldur vil ég kenna til og lifa
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði
en liggja eins og leggur uppi í vörðu
sem lestastrákar taka þar og skrifa
og fylla, svo hann finnur ei - af níði. JH

Fundarboð:
Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn sunnud. 26. maí kl.14 í Eyvindarstofu Blönduósi. Fyrirlesari: Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur. Stjórnarkosning verður og sagt frá undirbúningi ráðstefnu á Skagaströnd á afmælisdegi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, lau. 17. ágúst. Þá verður afhjúpað minnismerki um þjóðsagnasafnarann. Jón fæddist á prestsetrinu Hofi árið 1819.

Við viljum minna á strætó 57, sem fer kl. 9 úr Mjódd, en kl. 10.15 frá Hofi/Ak., en allir eru velkomnir á sögufélagsfund. 

Fyrirlestur Sigrúnar heitir DRAUMAR OG DRAUGAR.
- Tengsl Jóns Árnasonar og kennarans Hallgríms Schevings.-

Tilvitnanir og ítarefni:

Um Jónas hafa m.a. skrifað Böðvar Guðmundsson, Ævimynd 2007 og Páll Valsson JH ævisaga Rv. 1999.
Nokkur ljóð JH á vefnum: http://jonas.ms.is/atrord.aspx?atrorid=506&nafna=H&flokkunID=1&px=390&py=360
Jón Árnason og nokkrar þjóðsögur: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/
Sumarmessa 2016 á fæðingarstað JÁ: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13102
Sálarkufl úr sólskini: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Þys við þorskakasir: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13742
Gamalt stökuspjall: https://www.huni.is/index.php?number=45&pid=13&date_from=201403180000&date_to=201904182007

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið