Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Frá frumsýningarkvöldinu. Ljósm: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Fréttir | 21. apríl 2019 - kl. 16:10
Yfir 1000 manns séð Hárið

Uppselt hefur verið á allar sýningar Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu og hafa því yfir eitt þúsund manns séð söngleikinn. Ingibjörg Jónsdóttir, verkefnisstjóri söngleiksins, segir að í heild hafi verkefnið tekist mjög vel og að allir séu sáttir. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, fólk á öllum aldri hefur mætt og nokkrir hafa komið tvisvar, m.a. einn áhorfandi frá Akureyri sem gerði sér ferð aftur hingað vestur,“ segir Ingibjörg.

Söngleikurinn var frumsýndur 17. apríl síðastliðinn og fóru sýningar fram 18., 19. og 20. apríl. Næsta sýning fer fram 22. apríl næstkomandi. Um 38 manns koma að sýningunni og 26 koma fram í henni. Sýnt er í Félagsheimilinu Hvammstanga. Miðasala fer fram á www.leikflokkurinn.is.

Á Feyki.is skrifar Berglind Þorsteinsdóttir um söngleikinn sem hún lét ekki fram hjá sér fara. „Ég hvet alla til að láta ekki þessa frábæru sýningu framhjá sér fara og skella sér á Hárið á Hvammstanga, og upplifa þar gæsahúð, hlátur og tár á sérlega grúví sýningu,“ segir hún í lok greinar sinnar sem lesa má hér

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga