Fréttir | 09. maí 2019 - kl. 09:03
Góður árangur í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra stóð sig vel í úrslitum Skólahreystis í Laugardagshöll í gærkvöldi. Hart var barist í hverri einustu grein og var mikil stemning í höllinni, bæði á meðal keppenda og áhorfenda. Eins og venja er var sýnt beint frá úrslitamótinu í Ríkissjónvarpinu. Grunnskóli Húnaþings vestra hafnaði í fjórða sæti með 48 stig en Lindaskóli í Kópavogi vann keppnina með 56 stig.

Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir í liði Grunnskóla Húnaþings vestra vakti mikla athygli á mótinu fyrir að sigra bæði armbeygjurnar og hreystigreipina í kvennaflokki. Leonie tók 54 armbeygjur og hékk í sex mínútur og 27 sekúndur.  

Liðið Grunnskóla Húnaþings vestra er skipað: Guðmundur Grétar Magnússon, Hilmir Rafn Mikaelsson, Ingunn Elsa Apel Ingadóttir og Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir.

Sjá nánar um úrslit Skólahreystis hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga