Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Fréttir | 13. maí 2019 - kl. 09:14
Íslandsmótið að hefjast í 4. deild

Íslandsmótið í knattspyrnu karla í 4. deild er að hefjast en þar leikur sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar. Liðið er í B riðli ásamt sjö öðrum liðum. Fyrsti leikur liðsins fer fram 18. maí gegn Knattspyrnufélagi Breiðholts (KB) og fer leikurinn fram á Leiknisvelli í Reykjavík klukkan 12:00. Fyrsti heimaleikur liðsins verður fimmtudaginn 30. maí klukkan 16:00 á Blönduósvelli en þá mætir reykvíska liði KM í heimsókn.

Einhverjar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta sumri og nýr þjálfari, Bjarki Már Árnason, hefur verið ráðinn fyrir liðið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga