Erindið frá krökkunum á Barnabóli til sveitarstjórans. Ljósm: skagastrond.is.
Erindið frá krökkunum á Barnabóli til sveitarstjórans. Ljósm: skagastrond.is.
Fréttir | 15. maí 2019 - kl. 14:44
Vilja ruslatunnu við ærslabelginn

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd, fékk erindi inn á borð til sín í dag frá krökkunum á Barnabóli sem er leikskóli sveitarfélagsins. Þau höfðu tekið eftir því á ferð sinni á ærslabelginn í morgun, eða hoppubelginn eins og þau kalla hann, að þar var engin ruslatunna. Eftir að hafa hreinsað rusl með dyggri aðstoð leikskólaliða kíktu krakkarnir í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins og afhentu sveitarstjóra meðfylgjandi mynd sem þau teiknuðu af belgnum og ruslatunnu þar við hlið.

Alexandra segir frá þessu á vef Skagastandar finnst henni ánægjulegt að krakkarnir sýni umhverfinu sínu slíkan áhuga. Ætlar hún að taka erindið til skoðunar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga