Berrasaðir á Facebook.
Berrasaðir á Facebook.
Fréttir | 16. maí 2019 - kl. 13:29
Berrasaðir sjómenn vilja toppa berrasaða sauðfjárbændur

Grínið í kringum nektarmyndir sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu er að vinda upp á sig. Nú hefur trillusjómaður á Skagaströnd birt nektarmynd af sér, á trilli sinni úti á rúmsjó, haldandi á þorski. Segir hann sjómenn vera miklu kynþokkafyllri en bændur. Vísir.is sló á þráðinn til trillusjómannsins, sem kallar sig Jonna Þorvaldar. Segir hann að lítið hafi verið að gera í gær að þá hafi honum dottið þetta í huga og skorar hann á aðra sjómenn að gera slíkt hið sama, „þeir verða að toppa bændurna.“

Fréttina á visir.is má lesa hér.

Fréttina um berrasaða bændur í Húnaþingi má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga