Ásmundur Daði og Valdimar við undirritunina í gær. Ljósm: blonduos.is.
Ásmundur Daði og Valdimar við undirritunina í gær. Ljósm: blonduos.is.
Fréttir | 17. maí 2019 - kl. 09:03
Skrifað undir samning um móttöku flóttafólks

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, undirrituðu í gær samning um móttöku flóttafólks til Blönduóss. Sveitarstjórn samþykkti í febrúar síðastliðinum að taka á móti að minnsta kosti fjórum fjölskyldum, samtals 21 einstaklingi. Þrjár fjölskyldur er nú þegar komnar til Blönduóss og von er á þeirri fjórðu í næsta mánuði.  

Mikið starf hefur verið unnið á Blönduósi við undirbúning fyrir komu sýrlensku flóttamannanna og hafa fjölmargir lagt hönd á plóg.

Fyrirhugað er að halda móttöku í Félagsheimilinu á Blönduósi næstkomandi mánudagskvöld.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga