Anne Siegel. Ljósmynd: Jacobia Dahm / bokmenntaborgin.is
Anne Siegel. Ljósmynd: Jacobia Dahm / bokmenntaborgin.is
Fréttir | 20. maí 2019 - kl. 15:13
Saga þýskra kvenna á Íslandi
Viðburðaröð með Anne Siegel

Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO standa fyrir viðburðaröð í júní með þýska rithöfundinum og blaðamanninum Anne Siegel í tilefni 70 ára afmælis komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands.

Anne Siegel hefur gert sögu þýskra kvenna á Íslandi góð skil í bók sinni "Frauen Fische Fjorde." Hún stoppar á sjö völdum stöðum á landinu og segir frá tilurð bókarinnar. Sunnudaginn 2. júní klukkan 15-16 mun hún heimsækja bókasafnið á Blönduósi.

Spjallið verður á ensku með íslenskum útskýringum. Einnig verður lesinn stuttur kafli úr bókinni "Frauen Fische Fjorde" í íslenskri þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar um viðburðinn hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga