Norðurstykkið er ofar á myndinni
Norðurstykkið er ofar á myndinni
Nauðsynlegt að snæða nesti að loknu góðu verki í Selvík
Nauðsynlegt að snæða nesti að loknu góðu verki í Selvík
Fréttir | 21. maí 2019 - kl. 21:22
Selvíkurgarðurinn er klár
Tilkynning frá stjórn knattspyrnudeildar Hvatar

Nú er tími til kominn að pota niður útsæðinu en Selvíkurgarðurinn er klár. Búið er að vinna garðinn og stika út þau stæði sem voru í notkun í fyrra. Nú þarf fólk bara að láta vita hvort það ætlar að vera með áfram eða hvort að kartöflurækt þeirra sem voru í fyrra með garð sé lokið í Selvíkurgarðinum. Nokkrir hafa nú þegar látið vita hvort þeir ætla að vera með áfram en endilega hringið í síma 848-0037, sendið tölvupóst á ass@huni.is eða sendið skilaboð á Fésbókinni en Auðunn Sigurðsson mun sjá um að taka við öllum skilaboðum varðandi kartöflugarðinn.

Svo er hér áríðandi tilkynning varðandi kartöflugarðinn fyrir næsta ár. Árið 2020 mun garðurinn EKKI verða unninn allur líkt og undanfarin ár. Einungis verður norður stykkið unnið og verða því þeir aðilar sem eru með garða í suður stykkinu að ákveða sig hvort þeir vilja færa sig eða hætta alveg með kartöflur í Selvíkurgarðinum.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga