Á golfvellinum í dag. Ljósm: FB/Golfkl. “s
Á golfvellinum í dag. Ljósm: FB/Golfkl. “s
Ljósm: FB/Golfkl. “s
Ljósm: FB/Golfkl. “s
Ljósm: FB/Golfkl. “s
Ljósm: FB/Golfkl. “s
John Garner. Ljósm: golf.is.
John Garner. Ljósm: golf.is.
Fréttir | 26. maí 2019 - kl. 20:18
Golfkennsla í Vatnahverfi

Það var líf og fjör á golfvellinum í Vatnahverfi í dag en þar fór fram golfkennsla hjá John Garner. Þetta er fyrsta heimsókn hans í sumar og kenndi hann börnum 10-15 ára, byrjendum og lengra komnum. Golfklúbburinn Ós hefur undanfarin sumur fengið John Garner til að kenna golf. Hann er fæddur 9. janúar 1947 í Englandi og býr núna í Taranaki í Nýja Sjálandi þar sem hann starfar við golfkennslu. John Garner er fyrrum atvinnumaður í golfi en hann gerðist ungur atvinnumaður eða 16 ára.

Hann vann eitt mót á Evróputúrnum á sínum ferli en það var árið 1972 síðan vann hann mót á Evróputúr öldunga árið 1998. Garner tók þátt í Ryder Cup keppninni árin 1971 og 1973. Einn besti árangur Garners var árið 1974 þegar hann lenti í 11. sæti á Opna Breska meistaramótinu en það ár vann Gary Player mótið í þriðja skiptið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga