Fréttir | 04. júní 2019 - kl. 17:53
Kæru íbúar á Blönduósi og nærsveitum
Tilkynning frá stjórn Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins

Rauði krossinn býður öllum áhugasömum um móttöku flóttafólksins og önnur verkefni til sumarhittings, miðvikudaginn 12. júní kl. 17:00-19:00 í Eyvindarstofu. Boðið verður upp á kaffi og ylvolga eplaköku og rjóma.

Farið verður stuttlega yfir núverandi verkefni deildarinnar og starfið framundan. Hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New