Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út.
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út.
Fréttir | 06. júní 2019 - kl. 16:33
Húnvetnskar laxveiðiár til umfjöllunar í Sportveiðiblaðinu

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út sem Gunnar Bender hefur veg og vanda af. Blaðið er fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn. Stangveiðinni er gert sérstaklega hátt undir höfðu að þessu sinni enda stangveiðitímabilið nýlega hafið. Í blaðinu er stórt og mikið viðtal við Björn K. Rúnarsson, staðarhalda í Vatnsdalsá og ítarleg veiðistaðalýsing frá Laxá á Ásum.

Þá er fjallað um Húnaþing sem paradís laxveiðimannsins, enda má finna í sýslunum tveimur fjölda gjöfulla laxveiðiáa, auk vatna og lækja, þar sem hægt er að stunda stangveiði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New