Í Félagsheimilinu á Blönduósi
Í Félagsheimilinu á Blönduósi
Í sundlauginni
Í sundlauginni
Jóhanna býður gesti velkomna
Jóhanna býður gesti velkomna
Valdimar setur hátíðina
Valdimar setur hátíðina
Helga Jóna í baði
Helga Jóna í baði
Fréttir | Pistlar | 08. júní 2019 - kl. 17:23
Prjónagleði 2019
Eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur

Þema Prjónagleðinnar er „Hafið“ og hefur Húnaflóinn okkar tekið það til sín og er óvenju dökkur og fallegur.

Prjónagleðin var sett í gær og mættu rúmlega 80 manns til að gleðjast með okkur. Ástrós Elísdóttir og dætur hennar Steinunn og Súsanna Valtýsdætur sungu dásamlega íslenska söngva. Louise Klindt danskur prjónahönnuður, -kennari og bókahöfundur hélt fyrirlestur sem kallaðist „Meeting in Knit land“ að lokum setti Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Prjónagleðina.

Námskeið verða í Kvennaskólanum en skráning er í Félagsheimilinu. Í kvöld er grillmatur og Flammingogítaristinn Reynir Hauksson mun skemmta. Einnig verður upplýst um vinningshafa í sjalakeppninni þar sem verið var að leita eftir hinu eina sanna „sjávarsjali“.

Ratleikur er alla helgina og upplýsingar eru að finna í anddyri Félagsheimilisins. Fyrirlestra er hægt að sækja með framvísun helgar- eða dagpassa en einnig er hægt að fá ýmsa afslætti hjá ýmsum aðilum á öllu Norðurlandi vestra. Upplýsingar þar um er að finna á heimasíðu okkar www.textilmidstod.is. Í Kjörbúðinni er t.d. 15% afsláttur af öllum prjónavörum fyrir alla J

Sundprjón var á föstudagskvöldið og var þátttakan frábær, konur syntu og flutu prjónanadi um laugina og heyrðist að sjaldan eða aldrei hefðu þær upplifað annað eins!

Ístex – ullarþvottastöð var með opið hús í tilefni af Prjónagleðinni og var mikil stemming þar. Sást til eins kennarans sem henti sér í blöndunarklefann og tók ekta „ullarbað“!

Söluaðilar á Markaðstorginu komu sér fyrir og verða með opið á milli 10:00-18:00 laugar- og sunnudag og 10:00-16:00 á mánudag! Svakalega mikið af fallegum prjónatengdum vörum þar og hvetjum við Húnvetninga, gesti og alla þá sem leið eiga um að líta við.

Kæru lesendur verið hjartanlega velkomin á Prjónagleði 2019 og það er jafnvel örfá laus pláss á námskeiðum ef áhugi er enn á að koma en annars er fyllilega þess virði að líta á Markaðstorgið í Félagsheimilinu.

Gleðilega hátíð!

Jóhanna E. Pálmadóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga