Fréttir | 11. júní 2019 - kl. 10:33
Erilsöm vika hjá lögreglunni

Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra undanfarna viku, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook. Í vikunni fór lögreglan í eina húsleit þar sem hald var lagt á kannabisefni og stera og voru tveir aðilar handteknir vegna vörslu stera og kannabisefna. Fimm ökumenn voru í vikunni handteknir vegna gruns um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í einu af þeim málum var barn á leikskólaaldri farþegi í bifreið þar sem ökumaður reyndist undir áhrifum fíkniefna og var því Barnavernd kölluð til.

Um Hvítasunnuhelgina sjálfa var mikil umferð í umdæminu og voru alls 86 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var á 146 km hraða á klukkustund.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga