Fréttir | 11. júní 2019 - kl. 13:20
Kvennahlaupið er á laugardaginn

Kvennahlaupið er á laugardaginn. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11.

Hægt verður að skrá sig frá kl. 10:30 á hlaupadag og einnig á morgun, miðvikudag, kl. 16:30 til 18 í Íþróttamiðstöðinni.

Í ár er mikið afmælisár en 30 ár eru frá fyrsta Kvennahlaupinu. Í tilefni af því er bolurinn fagur bleikur, sérstakur afmælis Kristall verður í boði, hlaup (kvennahlaup) frá Nóa, Nivea gefur glaðning og sömuleiðis Sjóvá. 

Blönduósbær býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu og Kjörbúðin býður öllum upp á ferska ávexti. 

Vonandi sjá sem flestar sér fært að mæta og halda með okkur upp á 30 ára afmæli Kvennahlaupsins. 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga