Frá fjölskyldudeginum. Ljósm: FB/Golfkl. Ós.
Frá fjölskyldudeginum. Ljósm: FB/Golfkl. Ós.
Fréttir | 11. júní 2019 - kl. 16:05
Fjölskyldudagur í blíðskaparveðri

Það var líf og fjör á Vatnahverfisvelli í gær þegar Golfklúbburinn Ós hélt fjölskyldudag í blíðskaparveðri en um 60 manns á öllum aldri mætti á svæðið. Fjórir PGA golfkennarar sáu um golfkennslu og var hún sniðin að öllum, byrjendum sem lengra komnum.  Styrktaraðilar að deginum voru Stígandi, N1 píparinn, Sölufélagið og Vilko/Prima.

Á Feykir.is er rætt við Jóhönnu G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi um fjölskyldudaginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga