Sveitarstjórn Blönduósbæjar. Ljósm. blonduos.is
Sveitarstjórn Blönduósbæjar. Ljósm. blonduos.is
Fréttir | 12. júní 2019 - kl. 23:00
Sigurgeir Þór nýr forseti sveitarstjórnar

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær fór fram kosning samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins. Sigurgeir Þór Jónasson var kosinn nýr forseti sveitarstjórnar en hann tekur við af Rannveigu Lenu Gísladóttur. Guðmundur Haukur Jakobsson verður 1. varaforseti og Anna Margrét Sigurðardóttir 3. varaforseti.

Einnig var kosið í byggðaráð Blönduósbæjar og verður það áfram skipað sömu einstaklingum og áður, þeim Guðmundi Hauki Jakobssyni, Hjálmari Birni Guðmundssyni og Birnu Ágústsdóttur. Guðmundur Haukur verður áfram formaður og Hjálmar Björn varaformaður. Ekki var heldur breyting á varamönnum í byggðaráð en þeir eru Sigurgeir Þór Jónasson, Rannveig Lena Gísladóttir og Gunnar Tryggvi Halldórsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga