Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Fréttir | 13. júní 2019 - kl. 16:40
Nýr sveitarstjóri ráðinn í Húnaþingi vestra

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir verður nýr sveitarstjóri Húnaþings vestra frá 15. ágúst næstkomandi. Sveitarstjórn ákvað að ráða í starfið án auglýsingar og á sveitarstjórnarfundi á þriðjudaginn var lögð fram tillaga um að ráða Ragnheiði Jónu í starfið. Tillagan var samþykkt samhljóða. Ragnheiður Jóna starfaði síðast sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands en þar áður starfaði hún sem menningarfulltrúi Eyþings og sem verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra. Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga