Hugrún Sif
Hugrún Sif
Fréttir | 14. júní 2019 - kl. 14:06
Hugrún Sif endurráðin skólastjóri

Byggðasamlag um Tónlistarskóla í Austur-Húnavatnssýslu hefur endurráðið Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur í starf skólastjóra Tónlistarskólans. Hugrún Sif var ráðinn skólastjóri í fyrra til eins árs og eins og lög gera ráð fyrir þurfti að auglýsa stöðuna að nýju. Hugrún Sif hefur fjölbreytta reynslu á sviði tónlistar. Hún Lauk b.ed. með tónmennt sem kjörsvið frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004 og starfaði sjálfstætt til fjölda ára við alls konar tónlistartengd verkefni.

Hugrún Sif hefur verið kennari við Tónlistarskóla A-Hún frá árinu 2004 og stjórnað kór Hólaneskirkju og leikið á orgel frá árinu 2006. Hún stundar nú, með starfi skólastjóra, nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og hyggst ljúka kirkjuorganistaprófi vorið 2020.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga