Fréttir | 23. júní 2019 - kl. 21:37
Líflegt á Gunnfríðarstöðum í gær

Skógræktarfélag Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir útivistar- og fjölskyldudeginum Líf í lundi á Gunnfríðarstöðum í gær undir yfirskriftinni Gaman á Gunnfríðarstöðum og er þetta annað árið í röð sem slíkt er gert. Að sögn Páls Ingþórs hjá skógræktarfélaginu, var veðrið frábært en fólkið toppaði það með áhuga sínum og hvað gaman var að eiga samverustund yfir veitingum, eldiviðarhöggi og faðma tré um leið og gengi var á Bergið. Skógræktarfélagið þakkar kærlega fyrir sig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga