Fréttir | 26. júní 2019 - kl. 12:13
Stafræn leið til markaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á svæðinu sem áhuga hafa á að þróa heildstæða stafræna tækni í markaðslegum tilgangi. Heildstæð stafræn tækni er meðal annars 360 gráðu myndbönd, aukinn veruleiki og sýndarveruleiki, og er notuð til að skapa einstaka upplifun sem segir sögu fyrirtækis, vöru eða þjónustu þess. Fyrst er leitað eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga og möguleika á að nýta sér stafræna tækni í markaðssetningu og seinna verða frumgerðir þróaðar áfram í skilgreindar og notendavænar tæknilausnir.

Í fyrsta skrefinu stefnir SSNV að þróunarvinnu með allt að tíu fyrirtækjum á svæðinu í að sannreyna hugmyndir, sem svo leiði svo til ítarlegri niðurstaðna. Í seinna skrefinu stefnir SSNV að vinna með allt að þremur fyrirtækjum við að þróa þeirra frumgerðir áfram.

Nánar upplýsingar eru hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga