Hressir krakkar. Ljósm. skagastrond.is
Hressir krakkar. Ljósm. skagastrond.is
Fréttir | 26. júní 2019 - kl. 13:02
Fjölnota hjólabraut á Skagaströnd

Opnuð hefur verið fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla á Skagaströnd. Brautin er öllum opin en lögð er rík áhersla á að þeir sem nýta hana taki tillit til annarra, ekki séu og margir á henni í einu og að hraði sé miðaður við aðra þátttakendur. Ekki er heimilt að fara um brautina á vespum, mótorhjólum eða öðrum slíkum ökutækjum. Þá er fortakalaus skylda að hafa hjálm þegar brautin er notuð.

Á vef Skagastrandar kemur fram að beðið hafi verið eftir brautinni með mikilli eftirvæntingu og að krakkarnir í bænum hafi strax mætt á svæðið til að taka hana út. Sumir hafi verið svo spenntir að þeir aðstoðuðu við uppsetningu brautarinnar svo allt gengi nú hratt og örugglega fyrir sig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga