Frá Maríudögum á Hvoli
Frá Maríudögum á Hvoli
Fréttir | 27. júní 2019 - kl. 10:00
Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Maríudagar verða haldni í tíunda sinn á Hvoli í Vesturhópi um helgina í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli. Fjölskyldan á Hvoli stendur að þessum árlega viðburði. Vala Jóhannsdóttir í Borgarnesi sýnir málverk sín og Marinó Björnsson á Laugarbakka sýnir vatnslitamyndir og verk með blandaðri tækni þar sem hann notar íslensku fjármörkin, unnin með sérstökum aðferðum, oðrun og marmaramálun, sem byggist á gömlum aðferðum sem notaðar voru til að skreyta hýbýli manna hér áður fyrr.

Í tengslum við Maríudaga verður haldin „hestamannamessa“ sunnudaginn 30. júní að Breiðabólstað, sem er næsti bær við Hvol. Þá fara hestamenn ríðandi frá Hvoli, aðrir fara akandi og enn aðrir gangandi til messu og til baka að Hvoli þar sem drukkið verður messukaffi.

Kaffið er í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli og sóknarnefndar og eru allir hjartanlega velkomnir frá klukkan 13 til 18 báða dagana.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga