Tilkynningar | 05. júlí 2019 - kl. 22:00
Textílhönnuðir frá Mexíkó með námskeið í Kvennaskólanum
Frá Textílmiðstöð Íslands

Tveir ungir textílhönnuðir frá Mexíkó, Selene Gaytán og Paulina Mejía, sem dvelja nú um stundir í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi munu kynna fornar, náttúrulegar aðferðir við að lita textíl. Um er að ræða tvö námskeið:  Þriðjudaginn 9. júlí, klukkan 15:00-18:00 (3 klst). Plantan „idigogfera suffruticosa“ er kynnt til sögunnar en úr jurtinni fást ýmsir bláir litir. Miðvikudaginn 10. júlí, klukkan 15:00-18:00 (3 klst). Kynning á notkun kaktuslúsar til litunar. Kaktuslúsin var ein helsta útflutningsvaran til Evrópu á nýlendutímanum. Námskeiðin fara fram á ensku. 

Allar nánari upplýsingar: textilmidstod@textilmidstod.is eða síma 6941881.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga