SAH Afurðir á Blönduósi
SAH Afurðir á Blönduósi
Fréttir | 08. júlí 2019 - kl. 14:00
Samrunaviðræður kjötfyrirtækja á ís

Samrunaviðræður og vinna við undirbúning samruna Norðlenska og Kjarnafæðis, sem á m.a. SAH Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, hafa verið settar á ís. Viðræður hafa staðið milli félaganna frá vormánuðum 2018 um mögulegan samruna þeirra. Formlegt ferli í átt að samruna hófst svo í ágúst 2018. Á þessum tíma hefur aðilum ekki tekist að komast að endanlegu samkomulagi um fyrirkomulag samruna félaganna, menn hafa einfaldlega ekki náð saman og ber enn talsvert í milli.

Viðræðurnar eru því komnar á ís og verður ekki séð að þeim verði fram haldið nema einhver nýr vinkill komi á málið, að því er segir á vef Norðlenska.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga