Fréttir | 09. júlí 2019 - kl. 10:36
Blönduhlaup á Húnavöku

Hið árlega Blönduhlaup verður haldið á Húnavöku, laugardaginn 20. júlí og verður ræst klukkan 11 við útibú Arion banka að Húnabraut 5 á Blönduósi. Vegalengdir verða 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Skráning í hlaupið fer fram í anddyri Félagsheimilisins á Blönduósi klukkan 10 á hlaupadag en einnig er hægt að forskrá sig í hlaupið með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is.

Aldursflokkar og vegalengdir
2,5 km: 15 ára og yngri - 16 ára og eldri.
5,0 km: 15 ára og yngri - 16 til 34 ára - 35 ára og eldri.
10 km: 34 ára og yngri - 35 ára og eldri.

Þátttökugjald
1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri
2.500 kr. fyrir 13 ára og eldri

Verðlaun
Viðurkenningarskjöl með skráðum tímum.
Verðlaunapeningar fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki.
Glæsileg útdráttarverðlaun úr héraði.
Frítt er í sund fyrir keppendur í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi að hlaupi loknu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga