Það er alltaf stuð á kótelettukvöldi
Það er alltaf stuð á kótelettukvöldi
Fréttir | 10. júlí 2019 - kl. 07:53
Kótelettuveisla á Húnavöku

Haldið verður kótelettukvöld í Eyvindarstofu á Húnavöku, föstudaginn 19. júlí, klukkan 19. Boðið verður upp á þykkar og feitar kótelettur, sérvaldar af SAH Afurðum, í raspi frá Vilkó og hanteraðar og framreiddar af Birni Þór og félögum hjá B&S Restaurant. Notaðar eru sömu aðferðirnar við kóteletturnar sem húnvetnskar ömmur notuð við undirbúning og eldamennsku hér á árum áður, ásamt meðlæti. Veislustjórn verður í höndum Agnars Gunnarssonar úr Akrahreppi.

Aðgangseyrir er kr. 3.900 fyrir fullorðna og kr. 1.500 fyrir 12 ára (2007) og yngri. Pantanir þurfa að berast fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 18. júlí á netfangið info@bogs.is, á Facebook síðu B&S Restaurant eða síma 898 4685.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga