Fréttir | 11. júlí 2019 - kl. 10:49
Tónlistarveisla í Fagrahvammi á Húnavöku

Tónlistarveisla í Fagrahvammi á föstudagskvöldi Húnavöku er ein af nýjungum hátíðarinnar þetta árið. Tónlistarveisla stendur í tvo tíma og er í boði 16 fyrirtækja á svæðinu en þau eru Kjörbúðin, Léttitækni, Átak, Rafson, SAH Afurðir, N1, Lífland, Ístex, Glaðheimar, Ísgel, N1 Píparinn, Vilko/Prima, Trésmiðjan Stígandi, MS, Tengill og Etix Group. Tónlistarmennirnir frábæru, Friðrik Dór Jónsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Magni Ásgeirsson koma fram í Fagrahvammi á tónlistarveislunni föstudagskvöldið 19. júlí klukkan 19:30-21:30. 

Svo má geta þess að á kvöldskemmtuninni í Fagrahvammi á laugardagskvöldinu verður einnig tónlistarveisla en þar koma fram Gunni Helga, Gunni Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral, Daði Freyr og hinn eini sanni Helgi Björns. Á kvöldskemmtuninni verða einnig veitt verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð, fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki og fyrir snyrtilegt bændabýli. Og auðvitað verður varðeldurinn á sínum stað.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga