Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:21 0 0°C
Laxárdalsh. 00:21 0 0°C
Vatnsskarð 00:21 0 0°C
Þverárfjall 00:21 0 0°C
Kjalarnes 00:21 0 0°C
Hafnarfjall 00:21 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 11. júlí 2019 - kl. 11:35
Þankastrik. Vafstur í þremur landsfjórðungum
Eftir Þór Jakobsson veðurfræðing

Þegar árin færast yfir sækir á mann æ oftar sú árátta að vilja líta yfir farinn veg og rifja upp atburði ævinnar, smáa og stóra. Þegar ég varð löggilt gamalmenni 67 ára árið 2003 hripaði ég niður lista nokkurra áhugamála sem ég hafði gefið mig að auk formlegrar vinnu minnar á Veðurstofu Íslands næstliðna áratugi. Greindi ég frá verkefnunum í 40 blaðsíðna ritlingi sem kom út sama ár, “Við ævihvörf. Litið snöggvast um öxl”. Þótt ég hafi ekki ákveðið að endurtaka leikinn þykir mér ekki ekki úr vegi að bæta við nú þegar komið er fram á níræðisaldurinn. Hefur mér dottið í hug að hafa þann háttinn á að fara milli landshluta þar sem ég hef vesenast nokkuð og lagt ofurlítið til málanna. Landshlutar þessir koma ekki til sögunnar af tilviljun, heldur eru tengdir heimasvæðum, míns eigin eða uppruna foreldra minna eða konu minnar.

Hér í Húnahorninu fer ég eðlilega hratt yfir sögu við upptalningu á vafstri mínu annars staðar en í Húnaþingi. Nefni ég fyrst Austfirði en faðir minn var Austfirðingur í föður- og móðurætt. Svo hefur æxlast til að þar hef ég því miður síst gefið mig að, kannski helst vegna fjarlægðar frá heimili mínu í Reykjavík. Get ég fátt nefnt, helst fjölfjöldun og afhending óútgefinna æskuminninga föður míns til Djúpavogs þar sem hann ólst upp í upphafi 20 aldar.  Þá hef ég ásamt áhugasömum ættmennum haldið við Félagi niðja Richards Long (1783-1838). Félagið gaf út fróðlegt og myndarlegt þriggja binda ættfræðirit um síðustu aldamót og ætlar þ. 21. september nk. að afhjúpa glæsilegan koparskjöld á Eskifirði til minningar um ættföðurinn og ættmæður tvær.

Móðir mín var ættuð af Reykjavíkursvæðinu í föðurætt en móðir hennar var Rangæingur. Sitthvað hefur maður dedúað í Reykjavík og nágrenni til viðbótar við “ævistarfið” á Veðurstofunni. Endingargóð ætlar að verða árleg sólstöðuganga á höfuðborgarsvæðinu sem við nokkrir félagar byrjuðum á árið 1985. Bæði árlegt langhlaup á borð við endurvakið Álafosshlaup og Hjólreiðadagurinn mikli snemma á níunda áratugnum stóð nokkur ár, en nokkru síðar, óháð þessum tilraunum, upphófst vakning hér á landi á þessum heilsusviðum og stendur hún enn.

Mest hef ég fengist við verkefni á Suðurlandi, Rangárþingi, heimahéraði ömmu minnar í móðurætt, til skamms tíma og um aldarfjóðungsskeið formaður Oddafélagsins, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum og í Landsveit hef ég frá árinu 1986 unnið ásamt konu minni að landgræðslu og skógrækt í Mörk á Landi, “ættaróðalinu”. Þar sem áður var fé á beit á á trjálausu landi er nú fjölbreytilegur skógur með iðandi fuglalífi. Þá stóð ég t.d. að í samvinnu við skyldmenni að reistur var stuðlabergsstöpull í landi Keldna til að minnast Reynifellsættar sem rakin er til Guðrúnar Erlendsdóttur og Þorgils Þorgilssonar á Reynifelli á Rangárvöllum á fyrri hluta 19. aldar.

Hér er farið fljótt yfir sögu og er nú komið að fæðingarbæ konu minnar, Jóhönnu Jóhannesdóttur, Blönduósi í Húnaþingi. Þar átti ég frumkvæði að því að afsteypa af hinni kunnu styttu Ásmundar Sveinssonar, Veðurspámanninum, var gerð og reist til heiðurs Grími Gíslasyni heiðursborgara Blönduóss á miðtorginu á Blönduósi og sömuleiðis að fallegur minningarstöpull um Sigurð Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal var reistur í garðinum handan við Húnabraut. Sigurður afrekaði það ungur að árum að þýða bók eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill, Kúgun kvenna, fræga bók í sögu kvenréttindahreyfingarinnar. Þetta komst í framkvæmd sökum góðra undirtekta og stuðnings þáverandi bæjarstjórna Blönduóss og sömu sögu má segja um stofnun og uppsetningu Hafíssetursins á Blönduósi sem ég stakk upp á að sett yrði á laggirnar á Blönduósi við hinn hafíssögulega Húnaflóa. Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður hannaði sýninguna af miklum klókindum í litlu rými en ég samdi textann. Þá skal geta þess að stungið var upp á því af þeim sem þá voru í forystu að mér til heiðurs yrði útbúin svonefnd Þórsstofa í Kvennaskólanum og gaf ég þangað skjöl, bækur og kort. Þórsstofa var listilega hönnuð af Jóni heitnum Þórissyni starfsbróður Björns G.

Tíminn líður og margt tekur breytingum. Veðurspámaðurinn og minnisvarðinn um Sigurð Jónasson eru á sínum stað. Það sem skemmtilegt væri að gera væri að hafa upplýsingar um þessi minnismerki og annað samsvarandi á Blönduósi tiltækar á heimasíðu bæjarins og skora ég á bæjarstjórn að koma því til leiðar. Hafíssetrið gekk vel í allmörg á en þar kom að fjaraði undan og safninu lokað. Síðla sl. vetrar kom ég áleiðis freistandi boði sem mér hafði boðist frá upprennandi safnahúsi í Borgarfirði, en bæjarstjórn Blönduósbæjar vildi ekki þiggja, “hafnaði” eins og tekið var til orða í fundargerð byggðaráðs. Það er auðvitað fagnaðarefni að Blönduós skuli treysta sér að halda Hafíssetrinu gangandi með sóma og erum við Björn G., höfundar sýningarinnar, fúsir að leggja Blönduós lið í þeirri tilraun.

Aumlegra varð framhald Þórsstofu í Kvennaskólanum þótt hún hafi byrjað vel, m.a. með samvinnu Hólaskóla. Ýmis konar samhengi slitnaði smám saman og að lokum alveg með því að hafís, siglingar og norðurslóðir voru tekin af dagskrá í Þekkingarsetrinu á Blönduósi. En skemmst er frá því að segja að vandi þessi leystist farsællega og hefur Þórsstofa fengið samastað í Odda á Rangárvöllum, nánar tiltekið í Langekru, einni af hjáleigum sögustaðarins. Þangað fer megnið af Þórsstofu en slatti af skjölum og kortum fara styttra, nefnilega til Fögrubrekku fyrir botni Hrútafjarðar þar sem rís ferðamiðstöð um þessar mundir.

Í grein í Húnahorni 6. febrúar sl. velti ég fyrir mér hvort ekki færi vel á því að reisa myndarlegt setur um veður og vinda á Blönduósi, eins konar “uppfærslu” Hafíssetursins á Blönduósi. Leit þá út fyrir að Hafíssetrið á Blönduósi hefði sungið sitt síðasta og færi annað. Úr því varð ekki eins og áður sagði.  Ég er því sammála Valdimar O. Hermannssyni sveitastjóra að varast beri að spenna bogann hátt að sinni og líst mér reyndar svo á að það verði ærið verkefni að blása lífi í Hafíssetrið á Blönduósi.

Þakklátur er ég samstarfi við Blönduós sem hófst fyrir æði löngu og læt hér staðar numið þessari upprifjun.

Reykjavík, 11. júlí 2019
Þór Jakobsson veðurfræðingur

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið