Fréttir | 14. júlí 2019 - kl. 17:31
Kynningarfundur um framkvæmdir við stofnlagnir

Blönduósveitur áforma að ráðast í lagningu stofnlagna vatns- og fráveitu frá gatnamótum Norðurlandsvegar og Svínvetningabrautar að Fálkagerði. Markmið með framkvæmdinni er að tengja fasteignir á lagnaleiðinni við fráveitu, tryggja nægt slökkvivatn í nýju hverfi við Fálkagerði, tryggja afvötnun af svæðinu austan Svínvetningabrautar og afleggja rekstur á rotþróm. Kynningarfundur um framkvæmdina verður haldinn á skrifstofu Blönduósbæjar á morgun, mánudaginn 15. júlí klukkan 16:00 og er hann öllum opin.

Sagt er frá þessu á vef Blönduósbæjar. Allar frekari upplýsingar fást á tæknideild Blönduósbæjar í síma 455 4700 eða á netfangið agust@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga