Fréttir | 15. júlí 2019 - kl. 09:29
Opinn dagur hjá Markviss á Húnavöku

Skotfélagið Marviss heldur opinn dag á skotsvæði sínu á laugardaginn þegar Húnavökuhátíðin stendur sem hæst. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reynda sig við leirdúfur og skotmörk, undir öruggri handleiðslu félagsmanna, frá klukkan 13 til 15. Klukkan 16 fer svo hið árlega Höskuldsmót fram. Mótið er til heiðurs hinum þekkta og geðþekka lögreglumanni, veiðimanni, áhugaljósmyndara og lífskúnstners, Höskuldi Birki Erlingssyni. Mótið er opið öllum og fer skráning fram á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga