Saumað í refilinn. Ljósm: FB/Vatnsdæla á refli
Saumað í refilinn. Ljósm: FB/Vatnsdæla á refli
Hluti refilsins. Ljósm: FB/Vatnsdæla á refli
Hluti refilsins. Ljósm: FB/Vatnsdæla á refli
Fréttir | 17. júlí 2019 - kl. 15:00
Vatnsdælurefillinn tæplega hálfnaður

Vatnsdæla á refli er átta ára en það var á Húnavöku 16. júlí árið 2011 sem fyrstu sporin voru tekin í refilinn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Verkefnið er hugarfóstur Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri og í tilefni afmælisins, sem var formlega í gær, sendi hún í Facebook færslu þakkir til allra þeirra sem tekið hafa þátt í að gera refilinn að veruleika. Hann er nú orðinn rúmlega 20 metra langur en mun verða 46 metrar þegar yfir líkur. Verkefnið er því tæplega hálfnað.

Refillinn er um hálfur metri á breytt og byggist myndverki á Vatnsdæla sögu. Fyrirmynd verksins er sótt í hinn kunna Bayeux-refil sem er frá 11. öld.

Opið er í Kvennaskólanum, þar sem refillinn er til hús, milli klukkan 13:00-17:00, alla virka daga fram í miðjan ágúst en annars eftir samkomulagi. Um Húnavökuhelgina verður opið frá 13-17. Allir eru hvattir til þess að fara í Kvennaskólann og sauma nokkur spor. Upplagt er fyrir Húnavökugesti og koma við um helgina og marka nokkur spor í refilinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga