Veitt í Svartá. Ljósm: AÞ
Veitt í Svartá. Ljósm: AÞ
Fréttir | 18. júlí 2019 - kl. 16:25
Laxinn lætur bíða eftir sér

Enn er laxveiðin dræm í húnvetnsku laxveiðiánum sem skráðar eru á lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu árnar. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará eða 307 laxar og situr hún í þriðja sæti listans á eftir Eystri-Rangá og Urriðafossi í Þjórsá. Á sama tíma í fyrra hafði áin skilað 759 löxum. Vikuveiðin nú nam þó 105 löxum sem lofar góðu. Blanda hefur skilað 265 löxum sem af er en vikuveiðin var 90 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 515 laxar í ánni.

Veiðst hafa 108 laxar í Laxá á Ásum samanborið við 241 í fyrra. Víðidalsá er komin í 102 laxa samanborið við 168 í fyrra. Hrútafjarðará stendur í 32 löxum samanborið við 80 í fyrra og Svartá er komin í 9 laxa en þar höfðu veiðst 22 laxar á sama tíma í fyrra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga