Arkarinn Eva
Arkarinn Eva
Fréttir | 19. júlí 2019 - kl. 09:36
Arkarinn Eva gengur í gegnum Blönduós

Hún kallar sig Arkarinn Eva og er 16 ára stúlka sem er að ganga hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaspítalanum. Eva Bryndís Ágústsdóttir er Hafnfirðingur og hóf hún göngu sína úr Hafnarfirði 16. júní síðastliðinn og hefur gengið allt Suðurlandið og Austurlandið og er núna komin að Varmahlíð. Hún gengur yfirleitt um 35 kílómetra á dag og mun því ganga í gegnum Blönduós um Húnavökuhelgina.

Eva leggur af stað frá Varmahlíð í dag og mun setja niður fánann sinn um 15-20 kílómetra utan við Blönduós. Móðir hennar er með í för á „trúss“ bílnum og ætla þær að reyna að fá gistingu á Blönduósi í nótt. Á morgun fer Eva svo fara aftur að fánanum sínum og hefur gönguna á ný, og þann daginn gengur hún í gegnum Blönduós.

Hægt að fylgjast með Evu á samskiptamiðlum, Facebook, Snapchat og Instagram sem "arkarinneva".

Húnvetningar eru hvattir til að taka vel á móti Evu og til að styrkja gott málefni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga