Met þátttaka var á golfmótinu
Met þátttaka var á golfmótinu
Jóhannes Kári sigurvegari mótsins ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jóhannsdóttur formanni GÓS.
Jóhannes Kári sigurvegari mótsins ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jóhannsdóttur formanni GÓS.
Greta Björg varð í öðri sæti.
Greta Björg varð í öðri sæti.
Valgeir varð í þriðja sæti.
Valgeir varð í þriðja sæti.
Jón Bjarki vann til nándarverðlauna.
Jón Bjarki vann til nándarverðlauna.
Lárus Ægir vann til nándarverðlauna.
Lárus Ægir vann til nándarverðlauna.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þreyttir en sælir kylfingar að móti loknu.
Þetta holl hafði nýlokið við að spila 18 holur. F.v. Skúli Tómas, Jón Bjarki, Unnur og Ragnar.
Þetta holl hafði nýlokið við að spila 18 holur. F.v. Skúli Tómas, Jón Bjarki, Unnur og Ragnar.
Fréttir | 20. júlí 2019 - kl. 17:57
Velheppnað Húnavökugolfmót

Metþátttaka var á Opna Gámaþjónustumótinu í golfi sem haldið var í dag í Vatnahverfisvelli. Allar aðstæður voru eins og best verður á kostið, veðrið gott og völlurinn frábær. Spilaðar voru 18 holur í einum flokki og var fyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari varð Jóhannes Kári Bragason úr Golfklúbbnum Ós. Greta Björg Lárusdóttir úr Golfklúbbnum Ós varð í öðru sæti og Valgeir M Valgeirsson úr Golfklúbbnum Ós í því þriðja.

Nándarverðlaun voru í boði á 2. og 6. braut. Jón Bjarki Jónatansson úr Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík vann nándarverðlaunin á 2. braut og Lárus Ægir Guðmundsson úr Golfklúbbi Skagastrandar vann nándarverðlaunin á 6. braut. Tæplega 40 kylfingar tóku þátt í mótinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga