Framundan er kvöldvaka á Húnavöku.
Framundan er kvöldvaka á Húnavöku.
Fréttir | 20. júlí 2019 - kl. 19:06
Líf og fjör á Húnavöku

Húnavökuhátíðin á Blönduósi stendur nú sem hæst. Veðrið hefur leikið við Blönduósinga og gesti þeirra í allan dag hafa viðburði á hátíðinni verið vel sóttir. Fullt var út úr dyrum á kótelettukvöldi í Eyvindarstofu í gærkvöldi og mikil stemning. Sögugangan í gamla bænum var mjög vel sótt sem og stórdansleikur með Á móti sól í Félagsheimilinu. Fjöldi hlaupara tóku þátt í Blönduhlaupi og Höskuldsmótið í skotfimi gekk vel. Framundan er kvöldvaka í Fagrahvammi þar sem umhverfisverðlaun Blönduósbæjar verða veitt og landskunnir tónlistarmenn troða upp.

Á kvöldvökunni í Fagrahvammi í kvöld koma fram Gunni Helga, Gunni Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral, Daði Freyr og hinn eini sanni Helgi Björns. Hljómsveitin Skítamórall spilar svo á balli í Félagsheimilinu seinna um kvöldið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga