Við riffilbrautina á skotsvæði Markviss. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Við riffilbrautina á skotsvæði Markviss. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Á skotsvæði Markviss. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Á skotsvæði Markviss. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Sigurvegarar í A flokki. Snjólaug, Guðmann og Brynjar. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Sigurvegarar í A flokki. Snjólaug, Guðmann og Brynjar. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Sigurvegarar í B flokki. Höskuldur, Kristófer og Ásgeir. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Sigurvegarar í B flokki. Höskuldur, Kristófer og Ásgeir. Ljósm: FB/Skotf. Markviss
Fréttir | 21. júlí 2019 - kl. 08:51
Stórgóður dagur á skotsvæðinu

Fjölmargir gestir Húnavöku gerðu sér ferð á skotsvæði Skotfélagsins Markviss í gær á opnum degi sem félagið stóð fyrir. Gestir gátu kynnt sér uppbygginguna á svæðinu og reynt sig við leirdúfur og skotmörk, undir öruggri handleiðslu félagsmanna. Síðdegis fór hið árlega Höskuldsmót fram og voru keppendur átta talsins. Mótið var æsispennandi á köflum þar sem bæði áttust við hjón og feðgar.

Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að eftir tvær umferðir var skipt í A og B flokk. Stigahæsti keppandi eftir aðra umferð var Snjólaug M. Jónsdóttir sem hafði naumt forskot á Guðmann Jónasson. Brynjar Þór kom svo fast á hæla þeirra. Bráðabana þurfti til að skera úr hver fylgdi þeim þrem í A flokk en feðgarnir Kristófer Kristjánsson og Kristvin Máni voru jafnir að stigum ásamt Höskuldi B. Erlingssyni. Svo fór að Kristvin hafði betur í bráðabana og var fjórði keppandi inn í A flokkinn. Í B flokk skutu þeir Ásgeir Þröstur og Eyþór ásamt Kristófer og Höskuldi.

Í úrslitaumferðinni seig Guðmann fram úr Snjólaugu og hafði sigur í A flokki. Snjólaug hafnaði í öðru sæti, Brynjar í þriðja og Kristvin fjórði. Í B flokk vann Kristófer, annar varð Höskuldur, Ásgeir þriðji og Eyþór hafnaði í fjórða sæti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga