Veðrið lék við Húnavökugesti í garðinum. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Veðrið lék við Húnavökugesti í garðinum. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Gunni “la og Einar Ágúst. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Gunni “la og Einar Ágúst. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Gunni Helga og Daði Freyr. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Gunni Helga og Daði Freyr. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Helga Björns var vel tekið á Húnavöku. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Helga Björns var vel tekið á Húnavöku. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar voru veitt á kvöldskemmtuninni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar voru veitt á kvöldskemmtuninni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fallegt kvöld í Fagrahvammi.
Fallegt kvöld í Fagrahvammi.
Fréttir | 21. júlí 2019 - kl. 09:29
Fallegt kvöld í Fagrahvammi á Húnavöku

Hápunktur Húnavökuhátíðarinnar í gær var kvöldskemmtunin í Fagrahvammi. Fjölmargir Blönduósingar og aðrir gestir Húnavöku mætti í blíðskaparveðri í garðinn og nutu skemmtidagskrárinnar. Hún hófst á veitingu umhverfisverðlauna Blönduósbæjar og síðan tók við tónlistarveisla sem Gunni Helga stýrði af sinni alkunni snilld. Fyrstir á svið voru Gunni Óla og Einar Ágúst úr hljómsveitinni Skítamóral og á eftir þeim kom tónlistarmaðurinn Daði Freyr með sína taktföstu raftónlist. Stórsöngvarinn Helgi Björns mætti svo í fyrsta sinn á Húnavöku og tók sína bestu slagara við frábærar viðtökur Húnavökugesta.

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar
Laufey Jóhannsdóttir og Einar Sigurður Axelsson fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð á Húnabraut 16 á Blönduósi. Ámundakinn fékk viðurkenningu fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki sem Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri félagsins, veitti viðtöku og Móberg fékk verðlaun fyrir snyrtilegt bændabýli sem Bylgja Angantýsdóttir veitti viðtöku.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga