Þórey Edda. Ljósm: ssnv.is
Þórey Edda. Ljósm: ssnv.is
Fréttir | 22. júlí 2019 - kl. 12:58
Þórey Edda í hlaðvarpi SSNV

hlaðvarpsþáttur fór í loftið í síðustu viku frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en þau hafa hafið framleiðslu á 30 slíkum þáttum undir heitinu Fólkið á Norðurlandi vestra. Í fyrsta þættinum sem kynntur var 10. júlí síðastliðinn var rætt við Sigurð Hansen í Skagafirði en í þættinum sem kom út í síðustu viku er rætt við Þóreyju Eddu Elísdóttur sem býr á Hvammstanga.

Hlaðvarpsþættir SSNV er nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Þættirnir verða á formi viðtalsþátta. FM Trölli tekur að sér eftirvinnslu og birtingu þáttanna bæði á útvarpsstöð sinni og á hlaðvarpsveitum en starfsmenn SSNV sjá um að finna viðmælendur og taka viðtölin sjálf. Tekið er á móti ábendingum um áhugaverða viðmælendur á netfanginu ssnv@ssnv.is. Verkefnið er liður í kynningarátaki samtakanna, að því er segir á vef þeirra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga