Stuð í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Stuð í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sápuferð. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sápuferð. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 22. júlí 2019 - kl. 13:15
Húnavakan á enda

Húnavökuhátíðin 2019 er runnin sitt skeið og er almannarómur að hún hafi heppnast ljómandi vel. Veðrið skiptir ávallt miklu máli þegar bæjarhátíðir eru haldnar og í þetta sinn var það gott þó svo að föstudagurinn hafi verið hvass og kaldur. Flestir viðburðir hátíðarinnar voru vel sóttir og heppnuðust vel. Í gær, á síðasta degi Húnavöku fór hin árlega prjónaganga fram, í fimmta sinn, Gunni Helga skemmti krökkum á Héraðsbókasafninu og sápurennibrautin í kirkjubrekkunni vakti mikla kátínu.

Á meðfylgjandi myndum sem Róbert Daníel Jónsson tók má sjá að mikið stuð var í sápurennibrautinni og var hún opin óvenju lengi að þessu sinni, enda engin ástæða til annars en að njót sem lengst.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga