E3+ alvöru kótelettur frá SAH Afurðum.
E3+ alvöru kótelettur frá SAH Afurðum.
Fréttir | 07. ágúst 2019 - kl. 10:39
Afmæliskótelettukvöld í Félagsheimilinu

Frjálsa kótelettufélagið í Austur-Húnavatnssýslu verður fimm ára 26. september næstkomandi. Af því tilefni verður haldið afmæliskótelettukvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi, laugardaginn 28. september klukkan 19:30. Veislu- og skemmtanastjórar verða bræðurnir Jón Karl, Skarphéðinn og Kári Einarssynir. Frá stofnun félagsins árið 2014 hafa verið haldin 21 kótelettukvöld í Eyvindarstofu á Blönduósi og tvö í Félagsheimilinu á vegum Húnavöku.

Á afmæliskótelettukvöldinu verða bornar á borð E3+ alvöru kótelettur frá SAH Afurðum. Björn Þór og félagar hjá B&S sjá um eldamennskuna.

Valdimar Guðmannsson, talsmaður félagsins, hefur ákveðið að allur hagnaður af kvöldinu renni til viðhalds- og tækjakaupa fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi en þar hafa miklar og dýrar endurbætur staðið yfir.

Valdimar gekur við pöntunum á afmæliskótelettukvöldið en nú þegar hafa 160 manns boðað komu sína. Hægt er að hafa samband við Valdimar í gegnum Facebook.

Miðaverð er kr. 5.000.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga