Veiðin í Blöndu hefur verið dræm í sumar.
Veiðin í Blöndu hefur verið dræm í sumar.
Fréttir | 08. ágúst 2019 - kl. 14:43
Samningi um laxveiði í Blöndu sagt upp

Lax-á hefur sagt upp samningi um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá. Uppsögnin tók gildi 1. ágúst en eitt ár er eftir af samningnum sem gildir til loka veiðitíma á næsta ári, 2020. Í samtali við Sporðaköst segist Árni Baldursson, eigandi Lax-ár, hafa tekið ákvörðun um uppsögn í kjölfarið á „þessu hræðilega veiðiári. Hann segist alls ekki vera að hlaupa í burtu frá þessu og vill endilega halda áfram en með breyttu sniði.

„Ég myndi vilja nota tæki­færið í þessu erfiða ár­ferði og stíga skrefið til fulls í vernd­un laxa­stofna á vatna­svæði Blöndu. Gera ána að flugu­veiðiá og banna annað agn allt frá sjó og inn á heiðar. Ég myndi vilja taka upp al­gera sleppiskyldu á stór­laxi og stór­minnka kvóta á smá­lax­in­um,“ sagði Árni Bald­urs­son í samtali við Sporðaköst.

Hann vill meina að með þessu væri verið að bjarga efri hluta vatna­kerf­is­ins og slepp­ing­ar myndu tryggja meiri dreif­ingu um Blöndu. Enda er ljóst að þeir fisk­ar sem drepn­ir eru á svæði eitt, fara ekki ofar. Afar lé­leg veiði hef­ur verið á efri svæðum Blöndu og í Svar­tá í sum­ar.

Sigurður Ingi Guðmundsson, bóndi á Syðri-Löngumýri, er formaður Veiðifélags Blöndu og Svartár og segir hann í samtali við Sporðaköst að hann hefði búist við að samningurinn myndi halda út. Hann segir að félagið eigi eftir að taka ákvörðun um hvað það geri en á allt eins von á því að árnar verði boðnar út í haust.

Sjáðu nánari umfjöllun um málið á vef Sporðakasta á mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New