Teitur og Dynfari heimsmeistarar og Bergþór og Besti í þriðja sæti. Ljósm: FB/LH
Teitur og Dynfari heimsmeistarar og Bergþór og Besti í þriðja sæti. Ljósm: FB/LH
Tryggvi Björnsson og Hamur frá Hólabaki.
Tryggvi Björnsson og Hamur frá Hólabaki.
Fréttir | 11. ágúst 2019 - kl. 17:51
Húnvetningar stóðu sig vel í Berlín

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins lýkur í dag í Berlín en þrír Húnvetningar kepptu á mótinu á þremur húnvetnskum hestum. Tryggvi Björnsson og Helga Una Björnsdóttir voru með kynbótahross fyrir Ísland á mótinu, Ham frá Hólabaki, fimm vetra og Spaða frá Barkarstöðum, sex vetra. Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi kepptu í 250 metra skeiði, gæðingaskeiði og 100 metra skeiði í flokki fullorðna. Hesturinn Dynfari frá Steinnesi keppti, ásamt knapa sínum, í gæðingaskeiði, 100 metra skeiði og 250 metra skeiði í flokki fullorðna.

Teitur Árnason og Dynfara frá Steinnesi urðu heimsmeistarar í gæðingaskeiði og varð Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi í þriðja sæti. Í kynbótadómum varð Spaði frá Barkarstöðum efstur í flokki sex vetra hesta, með Helgu Unu Björnsdóttur sem knapa. Hamur frá Hólabaki endaði annar í flokki fimm vetra stóðhesta, með Tryggva Björnsson sem knapa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga