Fréttir | 15. ágúst 2019 - kl. 11:45
Nýtt kjöt frá Hvammstanga í verslanir Bónuss

Sauðfjár­slátrun hófst á Hvammstanga 9. ág­úst síðastliðinn og var slátrað 411 lömb­um. Meðal­vigt­in var 15,1 kíló sem þykir mjög gott miðað við hve snemma var slátrað, að sögn Ágústs Andrés­son­ar, for­stöðumanns Kjötaf­urðastöðvar KS í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann sagði að stefnt hefði verið að því að slátra 1.200 lömb­um í dag en lík­lega verði þau ekki nema 600.

Ágúst segir að bændur séu frekar tregir til að senda fé til slátrunar og það líti ekkert of vel út með næstu vikur en ætlunin hafi verið að slátra í þrjá daga. Hann telur lík­leg­ast að bænd­um fynd­ist ekki borga sig að slátra lömb­un­um svo snemma. Þeir vilji held­ur bíða og leyfa lömb­un­um að þyngj­ast enn meira, að því er segir Morg­un­blaðinu.

Kjöt­inu af nýslátruðu lömb­un­um úr fyrstu slátr­un­inni var dreift í versl­an­ir Bón­us í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga