Hressir krakkar á leikjanámskeiði.
Hressir krakkar á leikjanámskeiði.
Tilkynningar | 16. ágúst 2019 - kl. 10:05
Leikjanámskeið, hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi fyrir komandi ár
Frá menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar

Nú fer að fara af stað vinna við nýjar áherslur á sumarafþreyingu barna. Undanfarin ár hefur verið í boði leikjanámskeið fyrir börn 5-9 ára. En nú langar okkur til að gera þetta meira og stærra, bæta við 10 og 11 ára börnum. Hópunum verður þá tvískipt, yngri og eldri hópur.

Ef þú lumar á hugmyndum hvað sé hægt að gera skemmtilegt með krökkunum yfir sumarið, námskeið og annað skemmtilegt sem kæmi til greina fyrir þessa aldurshópa.

Endilega sendu okkar þína hugmynd á netfangið abf@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga